Umræður um eiturlyf - Ragnhildur og Ragna Sara

Umræður um eiturlyf - Ragnhildur og Ragna Sara

Kaupa Í körfu

Árásir gegn lífi og limum Ofbeldisverknaðir eru fylgifiskar fíkniefnaneyslu Fer alvarlegum líkamsárásum fjölgandi hér á landi og hver er þáttur fíkniefna? Ragnhildur Sverrisdóttir skráði hringborðsumræður sem hún og Ragna Sara Jónsdóttir stýrðu. Í KJÖLFAR þess skelfilega atburðar í byrjun síðustu viku, þegar vegfaranda á Víðimel var ráðinn bani, vakna m.a. spurningar um tíðni ofbeldis hér á landi, fíkniefnavandann, viðbrögð lögreglu til að tryggja öryggi borgaranna, hvort hertar refsingar dragi úr glæpum og hvaða úrræði sé að finna. Fimm manns, sem þekkja margar og ólíkar hliðar þessa máls, ræddu þær við blaðamenn Morgunblaðsins. Viðmælendurnir eru Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar