Snókermót Evrópumót

Snókermót Evrópumót

Kaupa Í körfu

Jóhannes B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson og Kristján Helgason. frétt: ÍSLENSKA A-landsliðið í snóker bar sigur úr býtum í Evrópukeppni landsliða í snóker sem haldið var hér á landi um helgina. Snókerspilarar frá 11 þjóðum í Evrópu auk Íslendinga sendu lið til keppni en spilarar frá "mekka" íþróttarinnar, Bretlandi, voru ekki með. "Ef allt er með felldu og við spilum af eðlilegri getu eigum við að sigra," sagði Kristján Helgason í samtali við Morgunblaðið fyrir mótið og hann reyndist sannspár. Kristján, Brynjar Valdimarsson og Jóhannes B. Jóhannesson, sem skipuðu liðið, léku af miklu öryggi og sigruðu alla andstæðinga sína, flesta nokkuð sannfærandi. Í úrslitaleiknum höfðu Íslendingar betur á móti Hollendingum en áður höfðu þeir lagt Þjóðverja að velli í undanúrslitunum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar