Guðmundur Jónsson fv. skólastj. 100 ára

Sverrir Vilhelmsson

Guðmundur Jónsson fv. skólastj. 100 ára

Kaupa Í körfu

Fagnaði 100 ára afmæli GUÐMUNDUR Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, hélt upp á 100 ára afmæli sitt sl. laugardag í góðum hópi afkomenda og vina. Um 60 manns komu saman í afmælisfagnaði á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem Guðmundur dvelur nú. Á myndinni má sjá Guðmund með bræðrum sínum og þremur börnum. Guðmundur situr fyrir miðri mynd og við hlið hans standa bræður hans, t.v. Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík og t.h. Torfi Jónsson, fyrrverandi bóndi á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu. Fyrir aftan eru svo börn Guðmundar, talið frá vinstri, Ásgeir Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Námsgagnastofnunar, Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, blómaskreytingarkona og Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla í Leirársveit. ____________________________________________ Ath. afmælisgrein birtist um Guðmund 20020303 - er undir minningagreinar.______________________________ 100 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 2. mars, er 100 ára Guðmundur Jónsson, fv. skólastjóri á Hvanneyri, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar