Kringlan autt verslunarpláss

Kringlan autt verslunarpláss

Kaupa Í körfu

SAMTALS eru 5 verslunarrými ekki í notkun í Kringlunni um þessar mundir. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að þrjú þeirra hafi þegar verið leigð út en viðræður standi yfir um leigu á hinum tveimur. Hann segir það einskæra tilviljun að svo hittist á að þetta mörg rými séu ekki í notkun á sama tíma. Samtals séu um 300 fermetrar óútleigðir sem stendur en það sé minna en 1% af heildarflatarmáli Kringlunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar