Fósturvísar úr norskum kúm - Guðni Ágústsson

Sverrir Vilhelmsson

Fósturvísar úr norskum kúm - Guðni Ágústsson

Kaupa Í körfu

Landbúnaðarráðherra hafnar beiðni NRFÍ um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm Lög um innflutning dýra heimila ekki innflutninginn LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, hefur hafnað beiðni Nautgriparæktarfélags Íslands, NRFÍ, um leyfi til innflutnings fósturvísa úr norskum kúm, miðað við þær forsendur sem NFRÍ gaf sér. MYNDATEXTI: "Lögin heimila mér ekki að leyfa þennan innflutning," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á fundi með fréttamönnum í gær. uðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur hafnað umsókn Nautgriparæktunarfélags Íslands (NRFÍ) um leyfi til að flytja inn fósturvísa úr noskum kúm til kynblöndunar og ræktunar. Í nóvember höfnuðu þrír af hverjum fjórum félögum í Landssambandi kúabænda innflutning af þessu tagi. Á blaðamannafundi, sem nú stendur yfir, sagðist ráðherra hafna beiðni NRFÍ á grundvelli umsagna nokkurra stofnana sem voru á þann veg, að þörf væri á meiri og frekari rannsóknum á áhrifum kynblöndunar á mjólkurefni áður en innflutningur fósturvísa úr norskum kúm yrði leyfður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar