Ari Edwald og Wang Xuwei Fasteignamarkaðurinn

Sverrir Vilhelmsson

Ari Edwald og Wang Xuwei Fasteignamarkaðurinn

Kaupa Í körfu

Kínverska sendiráðið kaupir Garðastræti 41 SAMTÖK atvinnulífsins gengu í gær frá sölu á húseign samtakanna í Garðastræti 41. Kaupandi hússins er kínverska sendiráðið, sem fær húseignina afhenta 1. júní næstkomandi. Samtök atvinnulífsins flytja hins vegar höfuðstöðvar sínar í nýbyggingu sem reist hefur verið við Borgartún 35 í lok maí og munu einnig öll aðildarfélög samtakanna flytja þangað starfsemi sína í vor og sumar. MYNDATEXTI: Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Wang Xuwei, fulltrúi kínverska sendiráðsins, takast í hendur að lokinni undirritun samninga um sölu Garðastrætis 41 í gær. Undirritunin fór fram á skrifstofum Fasteignamarkaðarins við Óðinsgötu. Fasteignamarkaðurinn við Óðinsgötu Ari Edwald og Wang Xuwei frá Kínverska sendiráðinu undirrita sammning vegna sölu höfuðstöðva SA í Garðastræti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar