Hringskonur lögðu blómsveig að grafhýsi fyrsta

Jim Smart

Hringskonur lögðu blómsveig að grafhýsi fyrsta

Kaupa Í körfu

Forstöðulækni barnaspítalans afhentar 50 milljónir króna til kaupa á búnaði. Á Laugardag gengu félagskonur í Hringnum ásamt gestum að grafhýsi Kristínar Vídalín Jacobson í kirkjugarðinum við Suðurgötu og lögðu þar blómsveig. Kristín var hvatamaður að stofnun Hringsins árið 1904 og fyrsti formaður hans. Í tilefni þess að 60 ár voru á laugardag liðin frá því Hringurinn ákvað að beita sér fyrir byggingu fullkomins barnaspítala á Íslandi var Ásgeiri Haraldssyni, forstöðulækni Barnaspítala Hringsins, afhent gjafabréf að verðmæti 50 milljónir króna til kaupa á búnaði fyrir nýja spítalann sem til stendur að taka í notkun í haust. Myndatexti: Hringskonur lögðu á laugardag blómsveig að grafhýsi fyrsta formanns Hringsins, Kristínar Vídalín Jacobson, í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Séra Ingileif Malmberg ávarpaði Hringskonur og gesti þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar