Útsýnisflug yfir Reykjavík með borgarstjóra

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Útsýnisflug yfir Reykjavík með borgarstjóra

Kaupa Í körfu

Sjálfstæðismenn ósammála tillögum að aðalskipulagi Íbúabyggð hafi forgang í Geldinganesi BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins eru í veigamiklum atriðum ósammála tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem samþykkt var í borgarstjórn í gær. Þetta kom fram í máli Ingu Jónu Þórðardóttur og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og var ítrekað með bókun í lok fundarins. Inga Jóna nefndi fjögur atriði sérstaklega og lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram breytingatillögur vegna þeirra; landnotkun í Geldinganesi og í Laugardal, landfylling við Eiðsgranda, og smábátahöfn á Kjalarnesi. Tillaga minnihlutans um að sýna á aðalskipulagsuppdrætti möguleika á byggingu smábátahafnar á Kjalarnesi var samþykkt en öðrum tillögum hans var hafnað. MYNDATEXTI. Íbúar umhverfis Landssímareitinn svokallaða hafa mótmælt hárri og þéttri byggð á svæðinu, en þétting byggðar er eitt af markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 sem samþykkt var í borgarstjórn í gær. ( Útsýnisflug yfir Reykjavík með borgarstjóra )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar