Gljúfrasteinn Halldór Kiljan Laxness

Einar Falur Ingólfsson

Gljúfrasteinn Halldór Kiljan Laxness

Kaupa Í körfu

Samóvar og Svavarsverk. Við hlið skápsins í borðstofunni er samóvar sem rússneskur þýðandi Halldórs færði þeim að gjöf. Auður segist oft hafa notað hann. Á skápnum eru tveir vasar sem hún keypti í Kína. Myndin lengst til hægri er eftir Jóhannes Kjarval, máluð á viðarplötu, frummynd af konu með skuplu sem hann málaði síðan í saltfiskmyndina stóru í Landsbankanum. Hinar tvær myndirnar eru eftir Svavar Guðnason og Auður segir þá í miðið vera eftirlætismálverk sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar