Gljúfrasteinn Halldór Kiljan Laxness

Einar Falur Ingólfsson

Gljúfrasteinn Halldór Kiljan Laxness

Kaupa Í körfu

Bækur, brúður og fyrsta Svavarsmálverkið. Í vinnustofu Halldórs eru ýmsar bækur en starfsmenn bókasafnsins í Mosfellsbæ hafa flokkað þær allar. Málverkið keyptu þau Auður á fyrstu sýningu Svavars Guðnasonar eftir að hann sneri heim frá Danmörku við lok heimsstyrjaldarinnar; fyrsta verkið sem hann seldi hér. Á hillunni eru ýmsar brúður og líkneski, flestar úr eigu dætra Halldórs og Auðar. Yst til hægri stendur mynd af Henrik Ibsen, norska leikskáldinu. Púðann á stólnum, neðst til vinstri, átti amma Halldórs, Guðný Klængsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar