Íslenska ríkið kaupir Gljúfrastein

Sverrir Vilhelmsson

Íslenska ríkið kaupir Gljúfrastein

Kaupa Í körfu

Auður Laxness selur Gljúfrastein og flyst þaðan á árinu eftir 56 ára búsetu Heimili og vinnustaður nóbelsskáldsins komin í eigu íslenska ríkisins SAMNINGUR milli frú Auðar Sveinsdóttur Laxness og ríkisins um kaup ríkisins á íbúðarhúsinu á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, heimili Laxnesshjónanna og vinnustað nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness, var undirritaður á sunnudag. MYNDATEXTI. Auður Laxness færði íslenska ríkinu að gjöf allt innbú á Gljúfrasteini, þar á meðal fjölda handrita gengins eiginmanns síns og minnisbóka, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra gluggar hér í. ( Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, undirrituðu í dag samning um kaup ríkisins á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, heimili og vinnustað Halldórs um það bil hálfrar aldar skeið. Jafnframt hefur ríkið keypt fjölda listaverka sem prýða heimilið. Kaupverð hússins er 35 milljónir króna og listaverkanna 31 milljón króna. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar