Matvælakynning og Verðlaunaafhending

Jim Smart

Matvælakynning og Verðlaunaafhending

Kaupa Í körfu

Fjölmiðlabikarinn til Klúbbs matreiðslumeistara FERÐAMÁLARÁÐ Íslands veitti um helgina Klúbbi matreiðslumeistara fjölmiðlabikar ferðamálaráðs fyrir gott starf í þágu Íslandskynningar sem hefur skilað sér í mikilli erlendri fjölmiðlaumfjöllun. Afhendingin fór fram á sýningunni "Matur 2002" í Kópavogi og veitti Gissur Guðmundsson, formaður Klúbbs matreiðslumeistara, bikarnum viðtöku úr hendi Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. MYNDATEXTI. Fjölmiðlabikarinn var afhentur Klúbbi matreiðslumeistara á 30 ára afmæli klúbbsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar