James Bond á Jökulsárlóni - Die Another Day

RAX/ Ragnar Axelsson

James Bond á Jökulsárlóni - Die Another Day

Kaupa Í körfu

Sagafilm tók þátt í Bond-ævintýrinu á Jökulsárlóni Ánægja með Íslandstökur EINHVERS staðar verða vondir að vera og í nýjustu Bond-myndinni, Die Another Day , hefur "vondi kallinn" bækistöðvar á Íslandi og gerist vænn hluti myndarinnar hérlendis. Bond-mynd stendur heldur ekki undir sér án spennandi bílaeltingaleiks og var aðaleltingaleikurinn tekinn upp á Jökulsárlóni. Flest önnur atriði sem gerast á Fróni, þ.e.a.s. inni í og við Íshöllina miklu, voru tekin upp í upptökuveri í Bretlandi. MYNDATEXTI: Í nýjustu Bond-myndinni, Die Another Day, hefur "vondi kallinn" bækistöðvar á Íslandi, þar sem hann á að hafa fundið dýrmætar demantanámur uppi á miðjum jökli. (Verið er að taka upp atriði í næstu James Bond-bíómyndinni á Jökulsárlóni. 250 manns vinna við kvikmyndagerðina og kostnaðurinn hvern dag er 30 milljónir króna. Guðjón Guðmundsson og Ragnar Axelsson fóru út á ísinn og fylgdust með tökum.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar