Stúdentar - Þróttur

Sverrir Vilhelmsson

Stúdentar - Þróttur

Kaupa Í körfu

Íþróttafélaga Stúdenta fagnaði fjórða bikarmeistaratitli sínum í röð í blaki á laugardaginn eftir sigur á Þrótti frá Reykjavík í baráttuleik þegar liðin áttust við íþróttahúsinu við Austurberg. ÍS hafði áður unnið bæði deildarkeppni og Íslandsmót en þetta var í 10. sinn, sem ÍS vinnur bikarkeppnina. Myndatexti: Einar Ásgeirsson og Davíð Búi Halldórsson urðu bikarmeistarar í blaki með ÍS á sunnudaginn og hampa hér sigurlaununum. Lið Ís varð bikarmeistari karla í blaki fjórða árið í röð þegar liðið sigraði Þrótt Reykjavík í úrslitaleik í Austurbergi, 3:1. Þróttur vann fyrstu hrinuna 25:22 en Stúdentar unnu þrjár næstu, 25:21, 25:19 og 25:23 og unnu þar með bikarmeistaratitilinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar