Langholtsskóli

Ásdís Ásgeirsdóttir

Langholtsskóli

Kaupa Í körfu

Í vor unnu 7. bekkir Langholtsskóla verkefnið "Dagblöð í skólum" og því var rökrétt framhald af þeirri vinnu að kíkja í heimsókn til Morgunblaðsins til að dýpka enn frekar skilninginn á starfsemi dagblaða. Á dögunum kom til okkar 7. GB ásamt kennaranum, Guðrúnu Svövu Jakobsdóttur, og var hópurinn bæði fjallhress og fróðleiksfús. Morgunblaðið kann þeim Alexöndru, Önnu Birnu, Ástmari, Benedikt, Biu, Erlu Maríu, Grími, Hjörvari, Jóhanni, Jökli, Lindu Ósk, Margréti, Sigríði, Sveini, Þorsteini Andra og Þórunni bestu þakkir fyrir ánægjulega heimsókn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar