Eldur, Smáralind, verslunarmiðstöð, Smárabíó, húsið rýmt

Morgunblaðið/Júlíus

Eldur, Smáralind, verslunarmiðstöð, Smárabíó, húsið rýmt

Kaupa Í körfu

Þúsund manns yfirgaf Smáralind vegna elds í poppkornsvél Litlu mátti muna að fólk fengi reykeitrun Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd á sunnudagskvöld um klukkan 20 eftir að eldur kviknaði í poppkornsvél í Smárabíói. Mikinn reyk lagði inn í bíósali og Vetrargarðinn í enda hússins. MYNDATEXTI: Eldurinn í poppvélinni var slökktur með handslökkvitækjum og voru skemmdir af hans völdum óverulegar en nokkuð vatnstjón. Stefnt var að því að opna Smárabíó aftur í gær. Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd í kvöld eftir að eldur kom upp í poppkornsvél í Smárabíói komst í loftræstistokk. Mikinn reyk lagði inn í bíósali og Vetrargarðinn í enda hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom strax á staðinn og var húsið rýmt samkvæmt viðbúnaðaráætlun. Sjálfvirkt slökkvikerfi í bíóinu fór í gang og varð vatnstjón, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar