Halldór Ásgrímsson

Kristján Kristjánsson

Halldór Ásgrímsson

Kaupa Í körfu

Áhersla verður lögð á að þróa hlutverk norðurskautsráðsins á sviði félags-, efnahags- og menningarlegra þátta sjálfbærrar þróunar og sjónum þá fyrst og fremst beint að lífskjörum og lífsskilyrðum fólks á norðurslóðum. Þetta kom fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sem hann flutti í Háskólanum á Akureyri í gær, en Ísland tekur næsta haust við formennsku í norðurskautsráðinu og gegnir henni næstu tvö ár. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkjanna átta, Bandaríkjanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar auk samtaka frumbyggja á norðurslóðum. Nokkru áður, eða fyrir 11 árum, hófst samvinna þessara ríkja á sviði umhverfismála í kjölfar þess að þau samþykktu áætlun um umhverfisvernd á norðurslóðum. Myndatexti: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur fyrirlestur um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, í Háskólanum á Akureyri í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar