R-listinn í kosningabaráttu

R-listinn í kosningabaráttu

Kaupa Í körfu

Í gönguferð um borgina FULLTRÚAR R-lista buðu Reykvíkingum í gönguferð um borgina á sunnudag og hófst gangan við Austurbæjarskóla. Þaðan var gengið niður að Sæbraut, meðfram Skuggahverfi, um hafnarsvæðið þar sem Tónlistar- og ráðstefnuhús var kynnt og loks um Slippinn þar sem fjallað var um framtíðaruppbyggingu svæðisins. Göngunni lauk með pylsuveislu við Ánanaust. Með í för voru auk annarra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem jafnframt er sagnfræðingur að mennt, Guðjón Friðriksson, rithöfundur og sagnfæðingur, og Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi. ( R-listinn býður borgarbúum til gönguferðar )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar