Heimsljós - Söngurinn í skóginum

Heimsljós - Söngurinn í skóginum

Kaupa Í körfu

Börn leika fyrir börn Í DAG frumsýnir Barnakórinn Heimsljósin nýjan söngleik sem nefnist Söngurinn í skóginum og er byggður á ævintýri frá Víetnam. Leikurinn fer fram á íslensku en samtvinnuð eru kórlög frá Víetnam./Í kórnum hafa verið börn sem eiga rætur sínar að rekja til Víetnam, Taílands, Albaníu, Tyrklands, Þýskalands, Írlands, Bandaríkjanna, Japan, Rússlands og Filippseyja. Verkefni kórsins hafa verið lög frá þessum löndum, og nokkrum til, sungin yfirleitt bæði á frummálinu og íslensku, segir meðal annars í fréttatikynningu frá Heimsljósum. Þórey Sigþórsdóttir leikstýrir og gerir leikgerð, John Speight útsetti lögin frá Víetnam og semur alla tónlist í söngleiknum og tónlistarstjóri er Júlíana Rún Indriðadóttir. ENGINN MYNDATEXTI. Söngleikur undir stjórn Þóreyjar Sigþórsdóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar