Ísland - Spánn 3:0

Brynjar Gauti

Ísland - Spánn 3:0

Kaupa Í körfu

Frábær sigur á Spánverjum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur enn í vonina um að komast í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Kína á næsta ári eftir glæsilegan 3:0 sigur á Spánverjum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Slegið var áhorfendamet á kvennaleik hér á landi þegar 2.240 manns mættu á völlinn og studdu vel við bakið á íslenska liðinu. Íslendingar skoruðu mörkin þrjú öll í síðari hálfleik. Fyrstu tvö mörkin voru sjálfsmörk Spánverjanna en Ásthildur Helgadóttir skoraði það þriðja með skalla. Þess má geta að Spánn vann fyrri viðureign liðanna á heimavelli sínum með miklum mun, 6:1. Með sigrinum komst íslenska liðið upp í annað sætið í riðlinum. Rússar eru efstir með 11 stig og hafa lokið sínum leikjum, Íslendingar eru í öðru sæti með 8 stig, Spánn er í þriðja með 6 stig og hefur lokið sínum leikjum og Ítalir eru sömuleiðis með 6 stig. ( Ísland-Spánn / Knattspyrna kvenna Landsleikur,leikurinn fór 3-0 fyrir Ísland )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar