Vín

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vín

Kaupa Í körfu

enginn myndatexti VÍN vikunnar að þessu sinni eru frá Kaliforníu og Suður-Afríku. Kaliforníski framleiðandinn J. Lohr hefur áður verið til umfjöllunar hér vegna ágætra vína sinna. Hann framleiðir einnig ódýrari línu undir nafninu Cypress, sem nú er fáanleg á Íslandi. Cypress Chardonnay 1998 (1.350 kr.) er hvítvín, sem látið hefur verið gerjast á eikartunnum og setur það svip sinn á vínið. Sætur, sírópskenndur ávöxtur í nefi, þokkalega þykkt í munni með snert af beiskum keim í lokin. Cypress Cabernet Sauvignon 1998 (1.340 kr.) angar af sýrumikilli sólberjasultu, sveskjum, blóðbergi og lakkrís. Þarna er sem sagt sitt lítið af hverju og vínið nokkuð karaktermikið. Sýra og tannín í ágætu jafnvægi og ávöxturinn fremur öflugur. Skemmtilegt vín. Það á einnig við um Bon Courage Cabernet Shiraz 1999 (1.090 kr.), sem er rauðvín frá Suður-Afríku. Krydd og leður, kaffibaunir, vanillu og pipar má greina í þessu víni. Það heldur vel áfram í munni, alldjúpt og margslungið. Góð kaup.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar