Sápukúlur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sápukúlur

Kaupa Í körfu

Með sápukúlukveðjum LÍFSGÆÐI á borð við vináttu verða seint metin til fulls og mismunandi er hvernig þessum eftirsóttu gæðum er skipt niður á milli mannfólksins. Ljóst er þó að þessar hnátur hafa fengið dágóðan skerf enda kemst varla hnífurinn á milli þeirra þar sem þær beina allri sinni athygli að sápukúlum svífa út í sumarið, sem kannski bera kveðjur til vina í fjarlægum löndum. Papillon-hundurinn fríði er í öruggum höndum og fylgist með umferð dýra og manna, svona til öryggis, eða kannski sá hann bara lúguna opnast hjá pylsusala handan við götuna!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar