Arkitektastofa

Billi/Brynjar Gunnarsson

Arkitektastofa

Kaupa Í körfu

Frá vinstri: Sigurfinnur Sigurjónsson byggingarstjóri, Jóhann Hlöðversson, framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins Ris ehf., sem reisir húsið, Benjamín Magnússon arkitekt, hönnuður húsbyggingarinnar, Kristinn Jörundsson hjá Risi ehf. og Sævar Geirsson tæknifræðingur, hönnuður verkfræðiteikninga fyrir húsið frétt: FLESTIR Íslendingar hafa farið um gjána í Kópavogi. Hún var byggð um 1970 og var mikil samgöngubót á sínum tíma. Samt finnst mörgum eins og hún hafi skipt Kópavogsbæ í tvennt, enda þótt mjög auðvelt sé að komast á milli bæjarhluta. Nú á hins vegar að verða þarna mikil breyting á, því byggingarnefnd Kópavogs hefur samþykkt teikningar af fyrstu byggingunni yfir gjána. Þetta verður tveggja hæða bygging, um 1.000 fm að grunnfleti og því 2.000 fm alls. Hönnuðir eru Benjamín Magnússon arkitekt og Sævar Geirsson tæknifræðingur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist næstu daga og byggingin verði tekin í notkun haustið 2003

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar