Veiðimyndir - Róbert Rósmann með bleikjur

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir - Róbert Rósmann með bleikjur

Kaupa Í körfu

Laxinn á hraðferð LAXVEIÐI er enn á rólegu nótunum, en brögð eru að því að fiskurinn sem sést sé á hraðri göngu./Róbert Rósmann stangaveiðimaður lenti í moki í Elliðavatni í fyrradag, rótaði þá upp 60 bleikjum á fimm klukkustundum. Hann veiddi af svokölluðum beljubát og fékk tökurnar nærri botninum langt úti á vatni, en hitastig vatnsins var 17-18 gráður, rétt undir lofthita. MYNDATEXTI: Róbert Rósmann veiddi 60 bleikjur í Elliðavatni. Róbert Rósmann veiddi 60 bleikjur í Elliðavatni. Hann veiddi á beljubát og var fimm tíma að; sú stærsta var tæp þrjú pund. Fiskurinn var mikið við botninnog langt úti í vatni en hitastig vatnsins var 17 - 18 stig, rétt undir lofthita. Mest veiddi hann á frumsamda flugu sem hann var að hugsa um að kalla Falun Gong.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar