Hveravellir

RAX/ Ragnar Axelsson

Hveravellir

Kaupa Í körfu

Stefán Ólafur Jónsson frá Akureyri og Jóhanna Ása Evensen frá Blönduósi nutu þess að baða sig í lauginni á Hveravöllum á sumarsólstöðum. Það var fremur kalt í veðri en laugin hlý. Skálarnir voru opnaðir í síðustu viku og hefur aðsóknin verið fremur róleg það sem af er. Að sögn skálavarða Ferðafélags Íslands má reikna með, samkvæmt reynslu fyrri ára, að straumur ferðamanna um Hveravelli aukist þegar nær dregur mánaðamótum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar