Íslensku bókmenntaverðlaunin - Tilnefningar
Kaupa Í körfu
Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna Í GÆRKVÖLD var tilkynnt hvaða tíu ritverk hlytu tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. /Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, útgefandi er Bjartur. Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason, útgefandi er Mál og menning. Ljóðtímaleit eftir Sigurð Pálsson, útgefandi er JPV útgáfa. Sólskinsrútan er sein í kvöld eftir Sigfús Bjartmarsson, útgefandi er Bjartur. Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, útgefandi er Mál og menning. Eftirtaldar bækur í flokki fræðirita eru tilnefndar: Björg, ævisaga Bjargar C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, útgefandi er JPV útgáfa. Höfundar Njálu eftir Jón Karl Helgason, útgefandi er Mál og menning. Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson, útgefandi er Vaka-Helgafell. Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur, útgefandi er JPV útgáfa. Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson, útgefandi er Vaka-Helgafell. Sama leið var farin við valið í ár og í fyrra. Fenginn var einn valinkunnur úrskurðaraðili fyrir hvorn flokk. Leynd hvíldi yfir nöfnum úrskurðaraðilanna allt þar til daginn fyrir tilnefninguna en þeir voru: Jón Ólafsson, forstöðumaður Hugvísindastofnunar, sem tilnefndi bækur í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, og Torfi H. Tulinius, dósent í frönsku, sem tilnefndi bækur í flokki fagurbókmennta. MYNDATEXTI: Höfundar þeirra bókmenntaverka sem tilnefnd hafa verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir