EFTA

Arnaldur Halldórsson

EFTA

Kaupa Í körfu

Fríverslunarsamningur milli EFTA og Singapúr Á MORGUN verður undirritaður fríverslunarsamningur á milli EFTA og Singapúr. Af þessu tilefni hélt Verslunarráð Íslands, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, kynningarfund í gær um fríverslunarsamninga EFTA. William Rossier, framkvæmdastjóri EFTA, sagði samninginn við Singapúr lið í því að EFTA vildi tryggja að minnsta kosti jafngóðan aðgang fyrirtækja innan EFTA að mörkuðum og fyrirtæki innan Evrópusambandsins hefðu. Rossier sagði að samningurinn við Singapúr væri 19. fríverslunarsamningur EFTA og fleiri væru í burðarliðnum. Meðal annars væri unnið að undirbúningi á samningi við Japan og Suður-Kóreu. Bee Kim, deildarstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Singapúr, hefur unnið að samningnum milli EFTA og Singapúr fyrir hönd Singapúr og kallaði hún samninginn ESFTA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar