Víkingar

Jim Smart

Víkingar

Kaupa Í körfu

Þótt tæp þúsund ár séu síðan víkingaferðir voru aflagðar á Norðurlöndunum hafa sögur af ferðum víkinga til fjarlægra landa birst okkur ljóslifandi í sögubókum fram á þennan dag. Sjaldgæfara mun þó vera að hitta slíka á förnum vegi eins og ljósmyndari fékk að reyna í miðborg Reykjavíkur í gær. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að hér voru á ferð erlendir ferðamenn sem að líkindum hafa verið hingað komnir til að stunda verslun fremur en að leggja undir sig ókunn lönd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar