Skálholtskirkja

Jim Smart

Skálholtskirkja

Kaupa Í körfu

Kór og blokkflautukvartett í Skálholti ÖNNUR helgi Sumartónleika í Skálholtskirkju gengur í garð á morgun. Er Þorkell Sigurbjörnsson staðartónskáld að þessu sinni og mun kammerkórinn Hljómeyki frumflytja verk eftir hann er nefnist Ég vil vegsama þig, ó, Guð, ásamt því að flytja eldri verk hans. Á síðari tónleikunum mun danski blokkflautukvartettinn Sirena koma fram og meðal annars frumflytja verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. MYNDATEXTI: Flutt verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Skálholti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar