Hljómsveitin Rúnk

Þorkell Þorkelsson

Hljómsveitin Rúnk

Kaupa Í körfu

Sumarhátíðin Viðey 2002 verður haldin í kvöld Lífið tekið með trompi HLJÓMSVEITIN Rúnk hefur nú verið starfrækt um nokkurt skeið. Meðlimir eiga allir nokkra sögu að baki innan íslenskrar dægurtónlistar; m.a. eru þarna ofurtrymbillinn Óli Björn Ólafsson, Svavar Pétur Eysteinsson fyrrverandi Múldýr og Benedikt Hermann Hermannsson, sem eitt sinn lék á gítar með hinni vinsælu unglingasveit Mósaík. Ástæða þessara skrifa er sú að menningarfélag hljómsveitarinnar, Flottur Kúltúr og Gott Músík, mun í kvöld halda sumarhátíð í Viðey þar sem fram koma ýmsir skemmtikraftar ásamt hljómsveitinni Rúnk að sjálfsögðu. MYNDATEXTI: Rúnk-liðar eru sannarlega í sumarskapi um þessar mundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar