Óskar Finnsson við grillið

Jim Smart

Óskar Finnsson við grillið

Kaupa Í körfu

Grillið seint gefið eftir Þótt eflaust finnist konur sem bregða fyrir sig útigrillinu við matargerð heimilisins þá er það opinbert að útigrillið er mikið og grimmilega varið vígi karlmannsins./Daninn sem á og notar 18 útigrill af öllum stærðum og gerðum, þannig að eldavél heimilisins stendur svo að segja óhreyfð? Nei, líklega er ekki frændi okkar sá danski dæmigerða týpan. Það er ekkert eitt svar við því hver sú týpa er og stórgrillararnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir, en ljóst er að margir í hópnum eru miklir dellukarlar og útigrillið laðar ekki minna heldur en hin ýmsu tæki og tól sem tifandi karlmannsfingur þrá að fikta við, athuga og skoða. /Standa og fikta Hver er grillkóngur Íslands? Það er ekki gott að segja, en kandídatar til þess titils hljóta að teljast kokkarnir á Argentínu steikhúsi með Óskar Finnsson í broddi fylkingar. /Grillgrindin góða Eitt er það sem er ekki hvað síst til marks um öra þróun og það er grillgrindin sem þeir Argentínumenn hafa hannað og kynnt landsmönnum. "Við erum búnir að vera að hugsa um þessa grind lengi. Öll grill væru framleidd með svona grind ef hún hefði ekki verið svo dýr í framleiðslu. MYNDATEXTI: Óskar Finnsson við grillið. Að ofan sést grillgrindin nýja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar