Skaftárhlaup

Rax /Ragnar Axelsson

Skaftárhlaup

Kaupa Í körfu

Gert er ráð fyrir að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð eftir hádegi í dag en skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt byrjaði rennsli og rafleiðni í ánni við Sveinstind að aukast vegna hlaups. Í gærkvöldi hafði rennslið fimmfaldast á tæpum sólarhring en mannvirki eru ekki talin í hættu og heldur Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri hjá vatnamælingum Orkustofnunar, að um lítið hlaup úr minni katli Skaftárjökuls sé að ræða. Myndatexti: Rennsli í Skaftá við Sveinstind óx jafnt og þétt í gær en talið er að það nái hámarki í byggð eftir hádegið í dag. Hlaupið hófst um klukkan 1.20 í fyrrinótt Ásgeir Gunnarsson og Helga Jóna Jónasdóttir , hjá vatnamælingum orkustofnunnar við mælingar á Skaftá upp við Sveinstind við Langasjó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar