Pollamót KA á Akureyri

Pollamót KA á Akureyri

Kaupa Í körfu

"Ég gerði ein afdrifarík mistök - sem kostuðu sjö mörk" ELDRI knattspyrnumenn en alla jafna sjást opinberlega komu saman á íþróttasvæði Þórs um helgina, fjórtánda árið í röð, á svokölluðu Pollamóti Þórsara. Keppt var í tveimur deildum karla að venju; þeir sem verða þrítugir á árinu reyndu með sér í Polladeild en fertugir og eldri í Lávarðadeild. Þá kepptu sjö lið í Ljónynjudeild, en þar voru á ferðinni konur 25 ára og eldri. Fylkismenn urðu hlutskarpastir að þessu sinni í Polladeildinni, sigruðu lið sem kallaði sig Stöngin inn 1:0 í úrslitaleiknum með þrumuskoti sem fór í stöngina og inn og þótti það vel við hæfi. Þeir Stangarmenn jafnvel taldir hafa sætt sig við tapið þar sem markið var gert með þessum hætti. MYNDATEXTI. Valsstúlkur fagna sigri í Ljónynjudeild Pollamótsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar