Borgarplast.

Jim Smart

Borgarplast.

Kaupa Í körfu

Borgarplast hf. kynnir árangur af notkun metans við plastframleiðslu Tilraunir með metan í stað olíu hafa tekist vel UNDANFARNA mánuði hefur metan, eða hreinsað hauggas, úr Álfsnesi verið brennt í stað olíu á öðrum tveggja ofna sem notaðir eru við framleiðslu Borgarplasts hf. á Seltjarnarnesi á körum, rotþróm og ýmsum tegundum geyma úr plasti. MYNDATEXTI. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsir annan ofnanna sem notaðir eru við framleiðslu Borgarplasts og knúinn er með metan. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir tilraunir með notkun metans í stað olíu á ofninum sem borið hafa góðan árangur. Við hlið Valgerðar stendur Jón Atli Benediktsson, stjórnarformaður Metans hf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar