Sjálfstæð mynd

Sjálfstæð mynd

Kaupa Í körfu

Ungur nemur, gamall temur Trommuleikararnir tveir á myndinni eru jafn teinréttir og tréð skáhallt fyrir framan þá. Einar Gunnar Jónsson, sem leikið hefur í Lúðrasveit Akureyrar til margra ára og var lengi formaður sveitarinnar, kom fram með félögum sínum í garðveislu Minjasafnsins á Akureyri sem haldin var á sunnudaginn í tilefni 40 ára afmælis safnsins og þess að lagfæringum er lokið á 100 ára gömlum Minjasafnsgarðinum. Á trommur lék einnig Arnar Úlfarsson, sem eflaust leitar í smiðju Einars ef hann vantar góð ráð. Vert er að geta þess að Lúðrasveit Akureyrar fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og verður haldið upp á það á haustdögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar