Slökkviliðsmenn að störfum við Álfhólsveg á gamlárskvöld.

Slökkviliðsmenn að störfum við Álfhólsveg á gamlárskvöld.

Kaupa Í körfu

Fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun mbl.is/Kristinn Slökkviliðsmenn að störfum við Álfhólsveg á gamlárskvöld. Maður var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í lagerhúsnæði við söluturn og gistiheimili við Álfhólsveg í Kópavogi á gamlárskvöld. Slökkvilið höfuðborgarasvæðisins var kallað út um klukkan 21 um kvöldið og þegar komið var á staðinn logaði mikill eldur. Á miðnætti voru slökkviliðsmenn enn á staðnum en búið var að slökkva eldinn. Ekki er ljóst hver eldsupptök voru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar