Drengur nærri drukknaður - Oddur Smári Davíðsson

Arnaldur Halldórsson

Drengur nærri drukknaður - Oddur Smári Davíðsson

Kaupa Í körfu

Sex ára dreng bjargað frá drukknun í hótelsundlaug í Hveragerði "Á bólakafi og reyndi að kalla á hjálp" DRENGURINN sem var hætt kominn í sundlauginni á Hótel Örk í fyrradag er óðum að hressast og búist var við að hann fengi að fara heim af sjúkrahúsi í gær. Hann var í hópi 40 barna á leikjanámskeiði fyrir 5-11 ára börn á vegum knattspyrnufélagsins Vals þegar slysið varð./Hann heitir Oddur Smári Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar og Önnu Sigríðar Hjaltadóttur. "Ég var á bólakafi og reyndi að kalla á hjálp," sagði Oddur Smári við Morgunblaðið í gær. Hann missti ráð og rænu og mundi næst eftir sér á sundlaugarbakkanum örskömmu síðar. Baldur Ingi Baldursson sjúkraflutningamaður kom að og lífgaði drenginn við og var hann því næst sendur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. MYNDATEXTI: Oddur Smári Davíðsson á barnadeild Landspítalans í Fossvogi ásamt foreldrum sínum, Davíð Oddssyni og Önnu Sigríði Hjaltadóttur. Drengur nærri drukknaður

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar