Listahópur Vinnuskólans í Hafnarfirði

Sverrir Vilhelmsson

Listahópur Vinnuskólans í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

"Erum að búa til eitthvað nýtt á hverjum einasta degi" LISTAHÓPUR Vinnuskólans í Hafnarfirði heldur til Cuxhaven, vinabæjar Hafnarfjarðar í Þýskalandi, um miðjan næsta mánuð þar sem hann mun dvelja í viku. Hópurinn samanstendur af níu ungmennum, 15-16 ára, ásamt leiðbeinanda. Hefð er orðin fyrir slíkum ferðum en annað hvert ár skiptast bæirnir á að senda unga framtíðarlistamenn á milli vinabæja. Í Cuxhaven gefst hópnum kostur á að skoða sig um og kynnast ungmennum sem hafa fengist við listsköpun ytra en einnig mun íslenski hópurinn sýna atriði á götum úti og á skemmtunum. MYNDATEXTI. Listahópur Vinnuskólans við æfingar í Hafnarfjarðarleikhúsi á leikþætti sem byggður er á Þyrnirós og fluttur var samdægurs fyrr í vikunni á sumarhátíð Æskulýðs- og tómstundaráðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar