Árekstur á Laugavegi fyrir ofan Hlemm.

Júlíus Sigurjónsson, julius@mbl.is

Árekstur á Laugavegi fyrir ofan Hlemm.

Kaupa Í körfu

ÖKUMAÐUR Audi-sportbifreiðar missti stjórn á bíl sínum á mjög mikilli ferð á leið sinni austur um Hverfisgötu og Laugaveg eða í sveigjunni rétt austan gatnamótanna við Rauðarárstíg um hálfáttaleytið í gærkvöld. Lenti sportbíllinn þar á kyrrstæðum jeppa, velti honum og þeyttist svo á annan bíl. Kyrrstæðu bílarnir voru mannlausir en farþegi var með ökumanni í sportbílnum og voru þeir báðir fluttir á slysadeild lítið slasaðir að því er talið var. Að sögn sjónarvotta var sportbifreiðin á miklum hraða þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni og að sögn lögreglunnar í Reykjavík má teljast mildi að gangandi vegfarendur skyldu ekki slasast. MYNDATEXTI. Árekstur á Laugavegi fyrir ofan Hlemm.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar