Aðalstræti 4

Jim Smart

Aðalstræti 4

Kaupa Í körfu

Borgarráð hefur staðfest nýttdeiliskipulag fyrir Grjótaþorp en samkvæmt því er meðal annars ráðgert að reisa allt að 80 herbergja hótel á horni Aðalstrætis og Fischersunds. Að sögn Gísla Guðmundssonarbyggingarstjóra er ráðgert að hótelið verði fullklárað með sumrinu en það mun verða til húsa í nýbyggingu við Aðalstræti 4 og tveimur gömlum húsum í Fishersundi þar sem dansstaðurinn Clinton var meðal annars áður til húsa. Eigandi húsanna er Lindarvatn ehf. Myndatexti: Samkvæmt tillögu er stefnt að því að byggja steinsteypt hús á fimm hæðum auk riss sem vísar út að Ingólfstorgi. Gömlu húsin tvö í Fischersundi verða tengd saman við nýbygginguna með tengibyggingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar