Halldór Ásgrímsson og Josef Bonnici
Kaupa Í körfu
Sjónarmiðum okkar sýnd tilhlýðileg virðing Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, segir í samtali við Davíð Loga Sigurðsson að viðræður um aðild að ESB gangi vel. Malta hafi ekki goldið þess í viðræðunum að vera smáríki. JOSEF Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, segir fulltrúa Evrópusambandsins (ESB) hafa sýnt sjónarmiðum Möltumanna mikinn skilning en Malta á nú í aðildarviðræðum við sambandið. Engin dæmi séu um að erindrekar ESB hafi stillt viðsemjendum sínum upp við vegg og sagt að þeir yrðu einfaldlega að samþykkja skilmála sambandsins eða hafna þeim. "Það er mögulegt að semja um hlutina," segir Bonnici. "Vissulega gilda ákveðnar forsendur [í viðræðunum] en við höfum komist að raun um að sú staðreynd að við erum smáríki þýðir ekki að okkur sé verr sinnt en öðrum." Bonnici var hér á landi í vikunni og gerði hann þá Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra m.a. grein fyrir stöðunni í viðræðum Möltu og ESB. MYNDATEXTI. Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, átti fund með Halldóri Ásgrímsson utanríkisráðherra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir