Hvalur strandar á öræfum

RAX/ Ragnar Axelsson

Hvalur strandar á öræfum

Kaupa Í körfu

Hvalreki í Öræfum Tvær andarnefjur rak nýlega á fjörur Öræfinga. Annað dýrið rak á Mýrafjöru austan við Ingólfshöfða. Hitt kom upp á Breiðamerkurfjöru við Breiðárós. Á myndinni sést Hálfdán Björnsson á Kvískerjum við mælingar á dýrinu á Breiðamerkurfjöru. Reyndist það 7,25 metra langt og því nær fullvaxið. Andarnefjan á Mýrafjöru mun vera heldur stærri. Að sög Hálfdáns er heldur sjaldgæft að andarnefjur reki á þessar fjörur. Man hann aðeins eftir fjórum dýrum og því telst það til tíðinda að tvö þeirra reki á sama tíma. Hálfdán sagði að Hvalamiðstöðinni á Húsavík hafi verið gert viðvart um hvalrekann. Átti hann von á að hvalskurðarmaður kæmi til að bjarga beinagrindinni úr að minnsta kosti öðrum hvalnum fyrir hvalasafnið nyrðra. Í baksýn eru Hrútárjökull, Ærfjall og Fjallsjökull.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar