Byssumaður Álftanes

Byssumaður Álftanes

Kaupa Í körfu

Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra réðust til inngöngu eftir að ljóst þótti að maðurinn væri einn í húsinu. frétt: SÉRSVEITARMENN ríkislögreglustjóra umkringdu hús við Túngötu á Álftanesi snemma í gærmorgun en lögreglunni í Hafnarfirði hafði verið tilkynnt um æstan og ölvaðan mann sem hleypt hefði af byssu í húsinu. Var Álftanesvegi við Bessastaðaveg lokað um tíma og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til aðstoðar auk sérstakra samningamanna sérsveitarinnar. Þá voru allir lögreglumenn á vakt í Hafnarfirði kallaðir til og sáu þeir um að beina frá umferð og loka aðgengi að húsinu. Sérsveitarmenn umkringdu húsið sjálft á meðan samningamenn reyndu árangurslaust að tala um fyrir manninum en maðurinn var bæði mjög ölvaður og æstur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar