Fólk á heimleið

Fólk á heimleið

Kaupa Í körfu

Arnar Þór Viktorsson og Sóley Sigurðardóttir frétt: ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTIR úr Vestmannaeyjum fóru að tínast til fastalandsins í gær, margir blautir og hraktir eftir mikla úrkomu um helgina. Morgunblaðið náði m.a. tali af Maríu Jónsdóttur, sem var í Eyjum um helgina, en hún sagði að það hefði rignt allan laugardaginn, sunnudagsnóttina og á sunnudagsmorguninn. Stytt hefði upp síðdegis á sunnudag en aðfaranótt mánudagsins hefði byrjað að rigna aftur. Auk þess hefði verið nokkurt rok. "Þetta var mjög gaman en afar blautt og drullugt," sagði hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar