Erle Enneveer

Jim Smart

Erle Enneveer

Kaupa Í körfu

Erle: "Ekki ólíklegt að fólk leggi sig meira fram ef það er látið borga sjálft að einhverjum hluta fyrir námskeiðið." ERLE Enneveer flutti frá Eistlandi til Íslands í byrjun ársins 2001. "Ég kom hingað 16. janúar og byrjaði á fyrsta stigs námskeiði í íslensku fyrir útlendinga í Háskóla Íslands sex dögum síðar. Um haustið tók ég svo annað stigið," segir Erle, sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun ársins. "Maðurinn minn er íslenskur. Við eignuðumst dóttur í vetur. Hún heitir Kristín og er bara sex mánaða. Kristín heitir eftir ömmu mannsins míns. Nafnið er bæði til í eistnesku og íslensku. Ég veit ekki hvað við hefðum gert ef langamma Kristínar litlu hefði heitið einhverju erfiðu íslensku nafni!"

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar