Blaðamannafundur Umhverfisráðherra

Sverrir Vilhelmsson

Blaðamannafundur Umhverfisráðherra

Kaupa Í körfu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega stefnu um sjálfbæra þróun til 2020 en hún verður lögð fram á leiðtogafundinum í Jóhannesar Árangur hefur náðst á mörgum sviðum umhverfismála Ríkisstjórnin hefur samþykkt viðamikla skýrslu um sjálfbæra þróun sem ber yfirskriftina "Velferð til framtíðar". Skýrslan verður lögð fram á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem hefst í Jóhannesarborg í S-Afríku 26. ágúst. Í skýrslunni kemur m.a. fram að styrkur köfnunarefnistvíoxíðs í andrúmslofti í sjálfvirkri mælistöð við Grensásveg í Reykjavík hafi á árunum 1995-2000 flest árin mælst yfir viðmiðunarmörkum, en í mörkunum er miðað við ársmeðaltal. Styrkur brennisteinsoxíðs og ósons hefur einnig stöku sinnum farið yfir skilgreind sólarhringsviðmiðunarmörk. MYNDATEXTI. Skýrslan um sjálfbæra þróun var kynnt í gær. Frá vinstri: Halldór Þorgeirsson skrifstofustjóri, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri og Hugi Ólafsson deildarstjóri. ( Blaðamannafundur Umhverfisráðherra Iðnó )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar