Víkingaskipið Íslendingur kominn heim

Arnaldur Halldórsson

Víkingaskipið Íslendingur kominn heim

Kaupa Í körfu

Víkingaskipið Íslendingur kom til hafnar í Reykjavík í gær með Lagarfossi, skipi Eimskipafélagsins, frá Shelburn í Nova Scotia. Skipið var híft af þilfari skipsins og sjósett en ráðgert er að sigla því til Keflavíkur þar sem skipið og áhöfn þess taka þátt í hátíðahöldum í tengslum við Ljósanótt sem haldin verður í Reykjanesbæ 7. september nk. Að sögn Gunnars Marels Eggertssonar, skipstjóra Íslendings, er skipið í góðu ásigkomulagi að öðru leyti en því að mengunarskítur og sót hefur sest á bátinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar