Stórlúða

Stórlúða

Kaupa Í körfu

(frétt frá 20020822) "Með samstilltu átaki gekk þetta" Úlfar Helgason tannlæknir veiddi 160 punda lúðu, um 80 kg, á sjóstöng á Breiðafirði fyrir 39 árum og er það sennilega stærsta lúða sem veiðst hefur á sjóstöng hér við land... ... Áttmenningarnir gerðu út frá Grafarnesi í Grundarfirði. Þeir reru á vb. Sigurfara í stað áttærings og höfðu sér til fulltingis tvo breiðfirska skipstjóra, þaulkunnuga flyðrumiðum vestra. Veiðarnar stóðu yfir í tvo daga og í frétt Morgunblaðsins kemur fram að veiðimennirnir gátu gefið öllu byggðarlaginu í soðið og selt að auki afla fyrir 2.360 krónur. "Lúðan var mjög þung, sögð um 80 kíló," sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið í gær. "Hún var frekar löt og það var enginn hasar í henni, en ég man að Clausenbræður, Örn og Haukur, urðu ógurlega veiðibráðir, enda hressir menn. Við vorum ekki á miklu dýpi, en ætli það hafi samt ekki tekið um 15 til 20 mínútur að innbyrða lúðuna. Ég var með hörkusterka línu og krókurinn réttist ekkert upp, en með samstilltu átaki gekk þetta."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar