Hinrik Guðmundsson á Bóli geitabóndi
Kaupa Í körfu
Hinrik Guðmundsson og Helga Eiríksdóttir kona hans bjuggu fyrstu tvö sumrin sín á Bóli í gamla bænum. Hinrik tyllir sér í rífandi slægjuna en Óskar kemur arkandi til afa með kiðlinginn Geira í fanginu. GEITA-geit," kallar Hinrik Guðmundsson þar sem hann stikar yfir þúfur með brauð í lófa til fundar við geiturnar sínar. Síðskeggjaðar og sneplóttar safnast þær til hans í haganum og kiðlingarnir skokka með sitt mjóa jarm allt í kring. En hópurinn er var um sig og sumar huðnurnar snúa rassinum fyrirvaralaust í húsbónda sinn og láta sig hverfa. "Helvíti eru þær styggar núna, ætli það sé ekki von á rigningu, gæti best trúað því," segir Hinrik og vísar til þess hversu veðurglöggt geitfé er. "Þónokkru áður en úrkoma dembist yfir finna þær á sér hvers er að vænta og koma heim undir bæ og leita skjóls í útihúsum því þeim er mjög illa við vosbúð og þær forðast vatnsföll í lengstu lög. Sumir segja að geitur gangi af göflunum ef vatn kemst inn í eyrun á þeim."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir