Breska sendiráðið

Jim Smart

Breska sendiráðið

Kaupa Í körfu

Breska sendiráðið á Íslandi veitti síðastliðinn þriðjudag átta íslenskum námsmönnum Chevening- og GlaxoSmithKlein-styrki til framhaldsnáms í Bretlandi. Athöfnin fór fram í breska sendiráðinu á Laufásvegi þar sem sendiherra Breta, John Culver, afhenti styrkina og óskaði styrkþegum góðrar ferðar. Þá var viðstaddur athöfnina Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri GlaxoSmithKlein. Þeir sem hlutu styrki eru: Haraldur Flosi Tryggvason, Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Ólafur Jóhannes Einarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Hlín Hólm, Kristín Hannesdóttir og Brynja Björk Magnúsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar